SÓL OG SÁL Á TENERIFE

HELSTU UPPLÝSINGAR

  11 dagar /10 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
  12. - 22. febrúar 2024   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 8 / hám. 14   Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir
  Hálft fæði  

VEGNA GÓÐRAR REYNSLU OG UPPLIFUNAR Í FERÐ OKKAR 2023 HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ ENDURTAKA LEIKINN Í FEBRÚAR 2024

TENERIFE OG ÞÚ, UM ÞIG, FRÁ ÞÉR, TIL ÞÍN |

LÉTT ÍHUGUNAR- OG ÚTIVISTARFERÐ

Núllstilling, endurhleðsla, afstressun, endurmat, nýtt upphaf? Það er hægt að finna mörg orð yfir það sem þessi ferð til Tenerife gæti orðið fyrir þátttakendurna! Í skammdeginu á miðjum þorra hérna uppfrá er gott að stimpla sig út í nokkra daga, fljúga suður yfir höf og njóta sólar og sælu, afslöppunar, íhugunar og nærandi útiveru – í léttum æfingum, sólbaði við sundlaugar hótelsins, á ströndinni eða í gönguferð.

Hluta úr deginum leiðir Margrét fararstjóri hópinn í þægilegri og nærandi dagskrá fyrir líkama og sál, og þar verða í bland bæði teygjuæfingar, leikfimi, hugleiðsla og útivera. Hún er kennari og íþróttakennari, og hefur unnið sem slík í áratugi, en einnig er hún djáknakandídat og með diplóma í sálgæslu og er nýbúin að opna síðuna sálgæsla.com. Margrét hefur stundað útivist, heilsurækt og jóga til margra ára og hefur áhuga á tengingu og samspili líkama og sálar. 

Dagarnir hefjast á léttri gönguferð, teygjum, hugleiðslu og slökun. Ef vilji er fyrir því býður Margrét síðan upp á mismunandi dagskrá seinnipartinn, einn daginn verður t.d. boðið upp á að fara með strætó upp í Roques de García, sem er hluti af Teide þjóðgarðinum, til þess að rölta um þar og njóta fegurðar náttúrunnar (öll þátttaka í slíkri dagskrá er algjörlega valkvæð, og útlagður kostnaður við hana, ef einhver er, er ekki innifalinn í verði ferðarinnar – en fararstjórn Margrétar er að sjálfsögðu innifalin).

Gisting, morgun- og kvöldverðir á stóru, glæsilegu og mjög vel staðsettu fjögurra stjörnu hótel Tigotan, á Amerísku ströndinni á Tenerife. Sundlaugar, barir, veitingastaðir, heilsulind með sauna og nuddi (ath. að nudd þarf að panta með góðum fyrirvara), nektarsvæði fyrir þau sem vilja kasta klæðum um stund, og að sjálfsögðu mjög góð sólbaðsaðstaða.

Stórt og þægilegt útisvæðið er eitt og sér alveg „nóg“, en þaðan er líka stutt að ganga niður á strönd eða til þess að kíkja í verslanir o.fl.

Tenerife (2.034m2) telst til Spánar, hún er stærsta eyjan í Kanaríeyja klasanum og sú fjölmennasta, með uþb. 967.000 íbúa, auk þess sem þangað koma uþb. 5 milljónir ferðamanna árlega til þess að njóta þess milda veðurfars sem þar ríkir allt árið um kring. Höfuðborgin Santa Cruz de Tenerife er á norðurhluta eyjunnar. Hæsti punktur er eldfjallið Teide 3.718 m.y.s., það er hæsta fjall Spánar og þriðja hæsta eldfjall í heimi, og landslagið og náttúrufar eyjunnar ber þess merki með ríkum hætti.

Að afloknum morgunverði verður blönduð dagskrá - aldrei eins, en þó alltaf sú sama - að slaka á og njóta, vera til og njóta, upplifa og njóta, styrkja líkama og sál – og njóta! Léttar æfingar – stuttar gönguferðir – hugleiðsla – skoðunarferðir – uppbyggileg samtöl – sandur – slökun – sæla! Synda í einhverjum af sundlaugum hótelsins, rölta á ströndina, sækja sér D-vítamín og smá lit á kroppinn í sólstól eða fara í heita pottinn í sundlauginni á þaki hótelsins – eða í gott endurnærandi nudd í heilsulindinni.

 

 


Verð frá

Staðfestingargjald 0 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE
SÓL OG SÁL Á TENERIFE

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.