STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   10 dagar / 9 nætur   Allur aks ur skv. dagskrá 
   1. - 10. 7. 2020 Flug og flugvallaskattar
   Lágm. 12 / hám. 16 Fararstjórar: Hilmar Már Aðalsteinsson
   Fullt fæði                       Sigrún M. Hallgrímsdóttir
 
NÁNAR UM FERÐINA

Stelvio þjóðgarðurinn er nyrst og vestast í Trentino héraðinu í norðurhluta Ítalíu og er stærsti þjóðgarður landsins. Þar, í fjölbreyttu og ævintýralega fallegu Alpa landslagi, eru djúpir dalir milli hárra fjallstinda og liggur þjóðgarðurinn allt frá 650 m.y.s. upp til 3.900 m.y.s. Og þarna er allt í bland; fjölskrúðug blómengi í dalbotnunum, sveitabæir upp um hlíðar, fjölskrúðugt dýralíf, blátær fjallavötn, ár og fallegir fossar, og svo skreyta jökulhettur hæstu tinda.

Gengið verður á sex dögum um dalina Val di Rabbi, Val di Peio  og Val Martello, milli vel útbúinna og notalegra fjallaskála þar sem gist verður, og þar verða snæddir morgun- og kvöldverðir.
Dagleiðirnar miðlungs erfiðar og við flestra hæfi. Íslenskir fararstjórar og enskumælandi fjallaleiðsögumaður

Brenta Dólómítarnir (stundum kallaðir Vestur- Dólómítarnir) eru sérstakur fjallgarður í Trentino héraðinu á Ítalíu með hrikaleg og stórbrotin fjöll sem eru kjörin fyrir klettagönguleiðir. 
Íslenskir fararstjórar og þrír sérhæfðir enskumælandi fjallaleiðsögumenn.
Allur búnaður sem þarf er til staðar og innifalinn í verði. 

Klettagönguleiðin er ekki tæknilega erfið en bratt og tæpt á köflum og gæti því verið erfið fyrir lofthrædda! Þeim sem ekki treysta sér í Via Ferrata gönguna sjálfa stendur til boða að fara léttari leið yfir í Tuccett skálann með einum af fararstjórunum, en njóta samt fegurðar og mikilfengleik Dólómítanna!

Verð frá 349.900 kr

Staðfestingargjald 75.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR
STELVIO ÞJÓÐGARÐURINN OG DÓLÓMÍTARNIR

 


Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.