SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
  5 dagar /4 nætur   Akstur til og frá flugvelli
  25.  - 29. 9. 2024   Flug og flugvallaskattar
  Hámark 25   Fararstjóri: Margrét Steinunn Guðjónsdóttir
  Morgunverðir  
     

 

SZCZECIN Í PÓLLANDI - HEILLANDI BORG!

Szczecin (Stettin), er höfuðborg og stærsta borg Vestur-Pommern héraðsins í norðvesturhluta Póllands, nálægt Eystrasalti og þýsku landamærunum, sunnan við Szczecin lónið og Pommern-flóa. Hún er staðsett meðfram suðvesturströnd Dąbie vatnsins, beggja vegna Oder árinnar.
Þetta er heillandi borg með um 395.000 íbúa og í einungis 2 klst. akstursfjarlægð frá Berlínarflugvelli.
Í Szczecin eru margar glæsilegar byggingar, góð söfn (bæði ofan jarðar og neðan!), fallegir almenningsgarðar og svo er ýmis fjölbreytt afþreying í boði – og – það er ódýrt að versla þar!
Dvalið verður í þrjár nætur á Novotel, góðu og vel staðsettu 4**** hóteli í hjarta borgarinnar, rétt við gamla bæinn. Innifaldir eru morgunverðir alla dagana, á hótelinu er einnig flottur veitingastaður auk þess sem margir góðir veitingastaðir eru í borginni.
Á föstudagsmorgninum verður farið í uþb. 2 ½ klst gönguferð með enskumælandi leiðsögumanni þar sem tæpt verður á sögu borgarinnar og bent á ýmis kennileiti hennar (innifalið).

Baltica Wellness & Spa býður þátttakendum í ferðinni 10% afslátt af bæði aðgangi í grunnþjónustu heilsulindarinnar og þeim meðferðum sem þar eru í boði. Við skráningu í ferðina fá þátttakendur sendan afsláttarkóða til þess að nota við bókun í þær meðferðir sem áhugi er fyrir að njóta.

Flogið með Icelandair - handfarangur og taska að hámarki 23 kg innifalin

__________________________________________________________________________________________________

Smellið á   Nánari upplýsingar   hér ofar til hægri til þess að lesa nánar um ferðina: dagskrá, verð o.fl.

Verð frá 159.900 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ
SZCZECIN (STETTIN) Í PÓLLANDI - HELGARFERÐ

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 15 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.