|
9 dagar / 8 nætur |
|
Ferðir til og frá flugvelli |
|
20.-28.12.2024 |
|
Beint flug með Icelandair til Prag - Flug og flugvallaskattar |
|
Hámark 20 |
|
Enginn fararstjóri |
|
Hálft fæði |
|
|
RISAFJÖLLIN Í TÉKKLANDI UM JÓLIN 2024 - SKÍÐAFERÐ TIL ŠPINDLERUV MLÝN
Špindlerův Mlýn er stærsta skíðasvæði Tékklands. Samnefnt fjallaþorp er í þjóðgarði sem nefnist Krokonosk eða „Risafjöllin“, og stendur í uþb.720m hæð yfir sjávarmáli. Það er um 140 km norðan við Prag, rétt við landamæri Póllands og er ein vinsælasta útivistarperla Tékklands, bæði sumar og vetur.
Svæðið er rómað fyrir fjölbreytt úrval af skíðabrekkum fyrir allt skíðaáhugafólk. Á svæðinu eru einnig þrír snjóbrettagarðar, þar sem árlega eru haldin stór snjóbrettamót eins og t.d. Snow Jam. Svæðið hefur því mikið verið notað af atvinnumönnum til æfinga. Þar að auki eru frábærar skíðagöngubrautir út um allt og t.d. er hægt að ganga yfir til Póllands og til baka á sama deginum. Yngri kynslóðin getur einnig haft nóg fyrir stafni þar sem það eru tveir glæsilegir skíðagarðar á svæðinu þar sem blandað er saman skíðaiðkun og annarri skemmtilegri vetrarafþreyingu.
Špindlerův Mlýn er eitt besta skíðasvæði Tékklands hvort sem litið er til svigskíða- og snjóbrettabruns eða skíðagöngu. Það skiptist í tvo megin hluta:
Svatý Petr – Hromovka svæðið sem er með hátt í 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin allt að 450m.
Mísečky – Medvědín svæðið sem er með vel yfir 7 kílómetra af lyftum og er hækkunin á svæðinu allt að 600m. Á báðum svæðum eru margir veitingastaðir og barir í brekkunum þar sem er hægt að gæða sér á ljúffengum veitingum.
Rétt er að vekja athygli á að nýlega hafa talsverðar endurbætur og viðbætur verið gerðar á brekkunum og svæðinu sem gerir gott svæði enn betra, þ.á.m. fleiri snjóbyssur en áður.
Harmony Club Hotel er staðsett miðsvæðis í bænum og stendur sjálft í um 800 m.y.s. Það er nýtískulegt og býður uppá mjög góða aðstöðu fyrir sína gesti. Þetta er flott og vel útbúið 4 stjörnu hótel „með öllu“ og hægt er að renna sér beint út á skíðasvæðið. Góðar byrjenda- og barnabrekkur eru við hótelið þar sem m.a. er boðið upp á kennslu. Við hótelið er líka lyfta sem tengir beint við aðal lyftukerfi svæðisins.
Skíðaleiga er á hótelinu auk þess sem ýmis afþreying er í boði, s.s. keila, golfhermir o.fl.
Innifalið í dvölinni á Harmony er:
- Hálft fæði; morgunverðahlaðborð kl. 7:00 - 10:00 og glæsileg kvöldverðahlaðborð 18:00 - 20:30
- Ókeypis aðgangur að sundlaug og tveimur heitum pottum daglega milli 07:00 og 22:00
- Baðsloppur til afnota meðan dvalið er á hótelinu
Sérstök dagskrá verður í kringum jólin og er líka innifalin:
- Kaffi og jólatónleikar á Þorláksmessu
- Veislumáltíð á aðfangadagskvöld (Gala dinner) hefst kl. 17:30
- Í eitt skipti verður svokallað „Risafjalla-hlaðborð“
Mælt er með að kaupa skíðapassa fyrirfram hér
Lágmarks fjöldi 10 manns, hámark 20.
Ath. Það er enginn fararstjóri í þessari ferð!
Innifalið í verði ferðar:
Flug:
Flug og flugvallaskattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur.
20.12.2024: Icelandair, flug FI 536 Keflavík – Prag, brottför 07:20 lending 12:05
28.12.2024: Icelandair, flug FI 537 Prag – Keflavík, brottför 13:05 lending 16:00
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
(Aukagjald fyrir skíðapoka, kr. 13.800 samtals báðar leiðir, ef bókað í gegn hjá okkur er ekki innifalið)
Gisting:
Hótel Harmony 4****
Matur:
Hálft fæði á hótel Harmony: morgun- og kvöldverðahlaðborð
Sérstök hátíðarmáltíð um áramótin (sjá hér ofar)
Akstur:
Akstur milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar
Ekki innifalið:
Hádegis hressingar | Drykkir með kvöldverðum | Skíðapassi | Aukagjald fyrir skíðapoka í fluginu, samtals kr. 13.800 fyrir báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur | Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 249.900
Á mann í eins manns herbergi (ath. mjög takmarkað framboð) 269.900
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjaldið, kr. 75.000 þarf að greiða strax við pöntun. Það er óafturkræft ef þátttakandi hættir við.
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Jól í Tékklandi 2024 >
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=ASOnxoVFJ
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum
Verð hjá Icelandair fyrir skíðatöskur veturinn 2024-2025:
„Skíðataska um leið og miði er gefin út kostar 13.800 eftir útgáfu miða 16.800 og á vellinum 21.800“