TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  8 dagar / 7 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 15. -  22. 9. 2024   Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 6 / hám. 12   Fararstjórn: Brandur Jón H. Guðjónsson
 Hálft fæði*
 
og Robert Ciglar
 
 
MJÖG FJÖLBREYTT RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ UM ÆGIFAGURT LANDSLAG!

Gardavatnið á Ítalíu er stærsta stöðuvatn landsins og um stórbrotið landslagið við norður enda þess er frábært að ferðast. Það er ægifagurt í og við Riva del Garda, snarbrött fjöll rísa upp úr bláu djúpu vatninu, og bærinn kúrir í skjóli þeirra á flatlendinu norðan vatnsins.  Þar eru fallegar byggingar, notalegt og afslappað andrúmsloft, og gaman að rölta um bæinn síðdegis og á kvöldin eftir vel heppnaðan ferðadag.

Dagleiðirnar eru mjög fjölbreyttar, mis erfiðar vissulega, og þátttakendur þurfa að vera í þokkalegu formi til þess að njóta þess sem gert er, auk þess sem algert skilyrði er að þeir séu vanir hjólreiðum, því verið er á hjólunum meira og minna allan daginn nokkra daga í röð, og við mismunandi landfræðilegar aðstæður.

Þetta er svo sannarlega „njóta, en ekki þjóta“ ferð – Allt þarna er þannig að það er mikið álag á skynfærin, hvort sem talað er um augu, eyru, munn, nef eða húð; þetta landslag krefst tíma til þess að upplifa og meðtaka að fullu, og síðan að anda að sér gróðurilmi og andrúmslofti fortíðar, en þó fyrst og fremst nútíðar. Og á meðan sólargeislarnir bæta D-vítamíni í kroppinn má hlusta á kvak í fugli eða suð í flugu, og svo er svo víða hægt að smakka góðan mat.

Eina takmark hvers dags er að klára dagleiðina og njóta þess sem fyrir augu ber – og koma óskemmdur inn á hótel fyrir kvöldmatinn!

Alltaf verður verið á sama hótelinu og þar verða snæddir morgunverðir alla dagana. Hótel Villa Miravalle er mjög gott þriggja stjörnu hótel og er vel staðsett í útjaðri gamla bæjarins í Riva. Útfrá hótelinu er síðan lagt af stað að morgni gangandi, hjólandi eða akandi í lengri eða styttri dagsferðir.

Innifaldar eru fjórar kvöldmáltíðir á góðum veitingastöðum í Riva og nágrenni

Allir þátttakendur verða á góðum fulldempuðum rafmagns-fjallahjólum frá Stefano í The Lab hjólaleigunni. Undirlagið verður af ýmsu tagi; á bundnu slitlagi á umferðarlitlum götum, vegum og hjólastígum, en einnig á malar- vegum og stígum, mis grófum og mis breiðum, og sumsstaðar eru brattir kaflar þar sem farið er um. 


Ferðaráætlun:

Dagur 1 - sunnudagur 15. september - Flogið til Ítalíu, akstur í uþb. 2 1/2 klst og komið inn á hótel að kvöldi dags

smiley

Dagur 2 - mánudagur 16. september / Riva, Torbole og Nago

Gengið til hjólaleigunnar og síðan farið í fyrsta hjólatúrinn. Með strönd Gardavatnsins til Torbole, þaðan upp til Nago, með viðkomu á flottum útsýnisstað, niður í áttina að Arco og þaðan heim á hótel aftur. Hækkun/lækkun* u.þ.b. 250m - u.þ.b. 25 km / umferðarlitlir sveitavegir og góðir hjólastígar

smiley

Dagur 3 - þriðjudagur 17. september / Sarca dalurinn

Byrjað á að hjóla til bæjarins Arco, og svo áfram þar innúr til þess að sjá flottu hamraveggina norðan við bæinn, en síðan um fjölbreyttan og fallegan Sarca dalinn og með samnefndri á, inn að Cavedine vatni. Niður með því að austan og frá gömlu jökulurðinni farið upp að kastalanum í Drena, áfram eftir vegi á stalli í fjallinu, og þaðan niður til Arco. Hækkun/lækkun* u.þ.b. 400m – U.þ.b. 50 km. Umferðarlitlir sveitavegir og (mis) góðir hjólastígar, þar af malarstígar u.þ.b. 4 km 

smiley

Dagur 4 - miðvikudagur 18. september / Ledro vatnið og Strada del Ponale

Hjólað eftir „Strada del Ponale“  upp að Lago di Ledro (Ledro vatni) sem er ein af perlum svæðisins.  Hjólað umhverfis vatnið og síðan niður aftur til Riva. Þetta reynir talsvert á getu þátttakenda vegna aðstæðna á hjólastígunum. Hækkun/lækkun* u.þ.b. 750m – U.þ.b. 35 km, skiptist til helminga í umferðarlitla sveitavegi og hjólastíga, þar af malarstígar u.þ.b. 20 km 

smiley

Dagur 5 - fimmtudagur 19. september / Bastione og brattar hæðir

Byrjað á að hjóla upp að virkinu Bastione til þess að sjá yfir Riva og nágrenni. Þaðan eftir frekar bröttum malarstígum upp í þorpið Campi di Riva del Garda og eftir umferðarlitlum vegi þaðan til Riva aftur. Á köflum æði bratt og þar með nokkuð erfitt – Hækkun/lækkun* u.þ.b. 650m – U.þ.b. 20 km, skiptist til helminga í umferðarlitla sveitavegi og hjólastíga, þar af malarstígar u.þ.b. 10 km - Frjáls tími seinnipartinn

smiley

Dagur 6 - föstudagur 20. september / Tremalzo topparnir

Skutlað með bíl(um) upp á Tremalzo svæðið og síðan hjólað eftir einni af flottustu leiðum svæðisins niður til Riva, og já, hvílík leið, hvílíkt útsýni! Hækkun nánast engin/lækkun* u.þ.b. 1.700m - U.þ.b. 30 km, nánast eingöngu malarvegir, sumsstaðar bratt og á köflum talsvert grófir stígar

smiley

Dagur 7 - laugardagur 21. september / Comano Terme, Canale miðaldaþorpið o.fl.

Þennan dag verður farið í mjög fjölbreytta ferð úti í sveit og um skógarstíga og lítil, gömul þorp. Byrjað á bílferð en síðan hjóluð fjölbreytt og falleg leið um Sarca gljúfrið, farið um Comano Terme, framhjá Lago di Tenno vatninu og inn í miðalda- og listamannaþorpið Canale di Tenno, áður en farið verður niður til Riva aftur. Í lok dags verður svo hjólunum skilað.

Hækkun* u.þ.b. 600m/lækkun* u.þ.b. 800 – U.þ.b. 45km á hjólastígum og umferðarlitlum sveitavegum, þar af malarstígar (að hluta til frekar gróft undirlag) u.þ.b. 10km 

smiley

Dagur 8 - sunnudagur 22. september / Verona og heimferð

Eftir morgunverðinn verður ekið til Verona og miðbær þeirrar fornfrægu borgar skoðaður - svalir Júlíu, 2.000 ára gamla hringleikahúsið Arena o.fl. o.fl. Seinnipartinn ekið til flugvallarins - áætluð heimkoma til Keflavíkur um kl. 01.15

 


Innifalið í verði ferðarinnar:

Flug:

Flug og flugvallaskattar – taska, hámark 20 kg og handfarangur

15.09.2024: Play, flug Keflavík – Feneyjar, brottför 15:20 lending 21:40

22.09.2024: Play, flug Feneyjar – Keflavík, brottför 22:40 lending 01:15

Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.

 

Gisting:

7 nætur á hótel Villa Miravalle í Riva del Garda - ókeypis aðgangur að sundlaug og sundlaugargarði

 

Matur *:

Morgunverðir innifaldir alla dagana – glæsilegt hlaðborð!

Kvöldverðir innifaldir fjóra dagana á mjög góðum veitingastöðum í og við Riva

 

Akstur:

Allur akstur sem þarf vegna áætlunar ferðarinnar

Ekki innifalið:   

Hádegis- og/eða miðdegishressingar | kvöldverðir tvö kvöld | drykkir með inniföldum kvöldverðum | annað sem ekki er talið upp í „innifalið“

Verð:

Verð á mann í tveggja manna herbergi   499.900,-

Aukagjald fyrir eins manns herbergi          75.000,-

 

Staðfestingargjald, kr. 150.000 þarf að greiða strax við skráningu í ferðina - hér er tengill til þess að greiða það með kreditkorti

https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=LlDAGRUBm

 Eftirstöðvar þarf að greiða í síðasta lagi 15. ágúst

 

Verð frá 499.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ

 


 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 6 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.