TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
  10 dagar / 9 nætur   Allur akstur skv. dagskrá
 25. 5. -  3. 6. 2024   Flug og flugvallaskattar
 Lágm. 8 / hám. 12   Fararstjóri: Brandur Jón H. Guðjónsson
 Hálft fæði*
 
 
 
 
MJÖG FJÖLBREYTT RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ UM ÆGIFAGURT LANDSLAG!

Gardavatnið á Ítalíu er stærsta stöðuvatn landsins og um stórbrotið landslagið við norður enda þess er frábært að ferðast. Það er ægifagurt í og við Riva del Garda, snarbrött fjöll rísa upp úr bláu djúpu vatninu, og bærinn kúrir í skjóli þeirra á flatlendinu norðan vatnsins.  Þar eru fallegar byggingar, notalegt og afslappað andrúmsloft, og gaman að rölta um bæinn síðdegis og á kvöldin eftir vel heppnaðan ferðadag.

Dagleiðirnar eru mjög fjölbreyttar, mis erfiðar vissulega, og þátttakendur þurfa að vera í þokkalegu formi til þess að njóta þess sem gert er, auk þess sem skilyrði er að þeir séu vanir hjólreiðum, því verið er á hjólunum meira og minna allan daginn nokkra daga í röð, og við mismunandi landfræðilegar aðstæður.

Þetta er svo sannarlega „njóta, en ekki þjóta“ ferð – Allt þarna er þannig að það er mikið álag á skynfærin, hvort sem talað er um augu, eyru, munn, nef eða húð; þetta landslag krefst tíma til þess að upplifa og meðtaka að fullu, og síðan að anda að sér gróðurilmi og andrúmslofti fortíðar, en þó fyrst og fremst nútíðar. Og á meðan sólargeislarnir bæta D-vítamíni í kroppinn má hlusta á kvak í fugli eða suð í flugu, og svo er svo víða hægt að smakka góðan mat.

Eina takmark hvers dags er að klára dagleiðina og njóta þess sem fyrir augu ber – og koma óskemmdur inn á hótel fyrir kvöldmatinn!

Alltaf verður verið á sama hótelinu og þar verða snæddir morgunverðir alla dagana. Hótel Villa Miravalle er mjög gott þriggja stjörnu hótel og er mjög vel staðsett í útjaðri gamla bæjarins í Riva. Útfrá hótelinu er síðan lagt af stað að morgni gangandi, hjólandi eða akandi í lengri eða styttri dagsferðir.

Fyrsta kvöldið verður kvöldverður snæddur á hótelinu og tvær síðustu máltíðirnar verða á góðum veitingastöðum í bænum.

Allir þátttakendur verða á góðum rafmagns-fjallahjólum frá honum Stefano í The Lab hjólaleigunni. Mestan hluta ferðarinnar verður verið á bundnu slitlagi á umferðarlitlum götum, vegum og hjólastígum, en einnig á malarstígum, mis grófum, og sumsstaðar eru brattir kaflar þar sem farið er um. 


 

 

Verð frá 489.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ
TÖFRAR GARDAVATNSINS - RAFHJÓLAFERÐ

 


 

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 8 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.