TRÖLLASKAGINN

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   4 dagar / 3 nætur    Á eigin vegum
   5. - 8. 8. 2021    Fararstjórar:
   Lágm. 8      Helga María Heiðarsdóttir
   Fullt fæði      Gestur Þór Guðmundsson
 
NÁNAR UM FERÐINA
 

... hlaupið og hjólað um Tröllaskagann!

Tröllaskaginn hefur löngum verið þekktur sem mikilfenglegt útivistarsvæði. Á sumrin er hægt að ganga, hlaupa eða hjóla um hina ótal slóða sem að skera fjöllin og á veturna þeysist fólk á skíðum niður snæviþaktar brekkur milli fjalltoppa og fjöru.

Þátttakendum í ferðinni gefast tækifæri til að skokka og hjóla í fjalllendi Tröllaskagans, í leit að hinu fullkomna útsýni. Á morgnana og kvöldin er svo boðið upp á jóga, til að samstilla líkama og sál. Á kvöldin sjá gestgjafar á „Sóta lodge“ um að þú getir slappað af, notið góðs matar og dásamlegrar kyrrðarinnar sem Fljótin bjóða upp á. Ekki má gleyma að aðeins nokkrum skrefum frá Sóta Lodge er sundlaugin að Sólgörðum þar sem hægt er að slaka á eftir átök dagsins.

Dagarnir eru þrútnir af ævintýrum og vel völdum slóðum sem að munu leiða þátttakendur þvers og kruss um Tröllaskagann þegar bæði verður hlaupið og hjólað um holt og hæðir í nágrenni Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Fararstjórarnir eru reynsluboltar sem munu leiða hópinn af fagmennsku og öryggi. Þau stilla leiðir og vegalengdir eftir getu hópsins og veðri hverju sinni. Markmið ferðarinnar er að komast í burt frá amstri daglegs lífs og njóta ótrúlegar náttúru og útsýnis. Miðað er við að hver og einn komi með sitt eigið hjól, en einnig er hægt að leigja hjól hjá Sóta Summits.
Smellið á "Nánari upplýsingar" hnappinn hér til hægri fyrir nánari ferðarlýsingu o.fl.

 

 
 

Verð frá 120.000 kr

Staðfestingargjald 40.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN
TRÖLLASKAGINN

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.