TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!

HELSTU UPPLÝSINGAR
 
   4 dagar / 3 nætur    Á eigin vegum
   20.- 23. 8. 2020    Fararstjórar:
   Lágm. 10/hám. 12      Helga María Heiðarsdóttir
   Fullt fæði      Gestur Þór Guðmundsson
 
NÁNAR UM FERÐINA
 

... fjallahlaup og fjallahjólun í Fljótum, Ólafsfirði og Siglufirði

Tröllaskaginn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært svæði til hvers konar útivistar á öllum árstímum, en yfir sumartímann er þetta algjört kjörlendi fyrir t.d. þau sem stunda fjallahlaup, fjallahjólun o.þ.h.

Í  þessari ferð verður hjólað og hlaupið útum mela og móa og farið um víðan völl á nyrsta enda skagans til þess að takast á við stórbrotið landslagið, náttúrfarið – og ekki síst – sjálfan sig!

Þessi ferð er unnin í samstarfi við eigendur „Sóta lodge“  sem er glæsilegt, nýlega uppgert hótel í Fljótunum. Gisting, allar máltíðir og jóga fyrir þátttakendur er m.a. innifalið í verði ferðarinnar. Sóti er að Sólgörðum, fremst í Flókadal, þar sem náttúruöflin leika stórt hlutverk allan ársins hring! 

Fjölbreytt og flott dagskrá þar sem hver dagur hefst og lýkur á jógatíma til þess að samstilla líkama og sál, en síðan farið í hlaupa- og hjólaferðir um flottar leiðir milli fjarða og inn til dala í nágrenninu. Sannarlega eitthvað fyrir þau sem vilja taka vel á því og fá síðan góða slökun og notalegheit og borða góðan mat á eftir!

Takmarkað framboð og sérstakt tilboðsverð á þessum flotta pakka; gisting, máltíðir, hlaupa- og hjólferðadagskrá, jóga og leiðsögn fyrir aðeins kr. 79.900 á mann í tvíbýli!

Fararstjórarnir eru reynsluboltar sem munu leiða hópinn af fagmennsku og öryggi. 

ATH! VEGNA ÓVISSU MEÐ COVID-19:
Greiða þarf kr. 15.000 í staðfestingargjald við skráningu í ferðina og fullgreiða í síðasta lagi 13. ágúst, ef aflýsa þarf ferð vegna breyttra tilmæla frá sóttvarnalækni verður endurgreitt að fullu!

 

Verð frá 79.900 kr

Staðfestingargjald 15.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!
TRÖLLASKAGINN - AUKAFERÐ!

Ábendingar:
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferð átta vikum fyrir brottför ef þátttaka er ekki næg.
Fjallakofinn Ævintýraferðir/ Ferðaskrifstofan Íslandsvinir og fararstjórar hennar áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til. Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála. Verð ferðar er háð almennum gengisbreytingum, en breytist ekki eftir að hún er að fullu greidd. 

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.