Fyrstu tvo dagana er hjólað í Austurríki og farið í aflíðandi stíganda upp að landamærum Ítalíu, en þeim megin liggur leiðin síðan niður í móti aftur, fyrst í vestur en síðan í suður, og ferðinni lýkur á dásamlegum stað við norðurenda Gardavatnsins.
Nánast allan tímann er verið á bundnu slitlagi á góðum hjólastígum, en einstaka sinnum á umferðarlitlum götum eða malarstígum – hvergi bratt, hvergi tæpt um – en alls staðar fallegt!
Allan tímann verður farið um á þægilegum hraða til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, og reglulega stoppað til þess að skoða áhugaverða staði, byggingar o.þ.h., að ógleymdu stórbrotnu landslaginu.
Gist verður á góðum tveggja, þriggja og fjögurra stjörnu gistihúsum og hótelum.
Fjölbreyttar dagleiðir, u.þ.b. 30 – 70 km og verandi á góðum rafhjólum (leigan á hjólunum er innifalin í verði ferðarinnar) hentar ferðin nánast hverjum sem er sem er vanur - og hefur gaman af - að hjóla!
Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊
_ _ _
Mjög mikil þjónusta, m.a. fararstjóri og tveir aðstoðarmenn (bílstjóri og hjólandi aðstoðarmaður)** sem sjá um að hlaða rafhlöður hjólanna og yfirfara þau eftir hverja dagleið. Bíllinn fylgir hópnum meira og minna allan tímann og hann verður notaður til þess að ferja farangurinn á milli hótelanna. Bílstjórinn hjálpar einnig til við hjólin ef þarf, eða hvað annað sem að uppá getur komið í ferðinni. Einnig sér hann um hressingarstopp sem tekin eru öðru hvoru á leiðinni
_ _ _
Hálft fæði +* = morgunverðir alla morgnana - 7 x kvöldverðir - ,,hressingar" á hjólaleiðinni, þó ekki hádegisverðir
** Ef þátttakendur verða færri en 12 þá verður einn aðstoðarmaður (bílstjórinn)
Verð:
Á mann í tveggja manna herbergi 584.900
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 55.000