Hjólað á sjö dögum um fallega dali á milli Alpanna í norðri og Dólómítafjallanna í suðri. Í dölunum eru búsældarlegar sveitir, þorp, bæir og borgir, og nánast allan tímann blasa við há og tignarleg Dólómítafjöllin sunnan og síðan austan og vestan við, auk þess sem Alpalandslagið norðan við svíkur engan!
Fyrstu tvo dagana er hjólað í Austurríki og farið í þægilegum stíganda upp að landamærum Ítalíu, en þeim megin liggur leiðin síðan niður í móti aftur, fyrst í vestur en síðan í suður, og ferðinni lýkur á dásamlegum stað við norðurenda Gardavatnsins.
Nánast allan tímann er verið á bundnu slitlagi á góðum hjólastígum, en einstaka sinnum á umferðarlitlum götum eða malarstígum – hvergi bratt, hvergi tæpt um – en alls staðar fallegt!
Allan tímann verður farið um á þægilegum hraða til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, og reglulega stoppað til þess að skoða áhugaverða staði, byggingar o.þ.h., að ógleymdu stórbrotnu landslaginu.
Gist verður á góðum tveggja, þriggja og fjögurra stjörnu gistihúsum og hótelum.
Bíll fylgir hópnum meira og minna allan tímann og hann verður notaður til þess að ferja farangurinn á milli hótelanna. Bílstjórinn hjálpar einnig til við hjólin ef þarf, eða hvað annað sem að uppá getur komið í ferðinni.
Þægilegar og fjölbreyttar dagleiðir, u.þ.b. 30 – 70 km og verandi á góðum rafhjólum (leigan á hjólunum er innifalin í verði ferðarinnar) hentar ferðin nánast hverjum sem er sem er vanur - og hefur gaman af - að hjóla!
Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊
Einn eða tveir aðstoðarmenn verða í ferðinni:
10 – 13 þátttakendur = einn aðstoðarmaður/bílstjóri
14 – 20 þátttakendur = tveir aðstoðarmenn (bílstjóri og hjólandi aðstoðarmaður)
Hálft fæði +* = morgunverðir alla morgnana - 7 x kvöldverðir - ,,hressingar" á hjólaleiðinni, þó ekki hádegisverðir
Smellið á "Nánari upplýsingar" hnappinn hér til hægri til þess að lesa dagskrá ferðarinnar o.fl.