RAFHJÓLAFERÐ UM ALPANA, FRÁ SALZBURG Í AUSTURRÍKI TIL GRADO Á ÍTALÍU
Stórbrotin náttúrufegurð blasir við nær og fjær þegar hjólað verður á sjö dögum um Alpana og suður að Adríahafinu.
Leiðin er u.þ.b. 415 km svo að meðaltali eru það um 60 km á dag, heildar hækkun nærri 2.400 m og lækkun um 2.650 m. Dagleiðirnar teljast vera léttar til miðlungs erfiðar, fjórar fyrstu eru í Austurríki og síðustu þrjár á Ítalíu.
Megnið af leiðinni verður verið á bundnu slitlagi á góðum hjólastígum, en einstaka sinnum á umferðarlitlum götum eða malarstígum.
Allan tímann verður farið um á þægilegum hraða til þess að njóta þess sem fyrir augu ber, og reglulega stoppað til þess að skoða áhugaverða staði, byggingar o.þ.h., að ógleymdu stórbrotnu landslaginu.
Í lok ferðar verður einn frídagur í Grado, fallegum bæ á Adriahafsströnd Ítalíu, milli Feneyja og Trieste.
Gist verður á góðum gistihúsum og hótelum.
Bíll fylgir hópnum meira og minna allan tímann og hann verður notaður til þess að ferja farangurinn á milli hótelanna. Bílstjórinn setur síðan öðru hvoru upp borð með léttum veitingum til hressingar og er líka til aðstoðar við hvað það sem uppá getur komið í ferðinni.
Þægilegar og fjölbreyttar dagleiðir, flestar u.þ.b. 50 – 60 km, sú lengsta nærri 80 km og verandi á góðum raf-fjallahjólum hentar ferðin nánast hverjum sem er vanur – og hefur gaman af – að hjóla!
Lágmarks fjöldi 12 manns, hámark 18.
Ferðaráætlun:
Dagur 1 - laugardagur, 17. maí
Munchen - Salzburg
Flogið með Icelandair til Munchen kl 07:20 - áætluð lending 13:05 og við tekur u.þ.b. 2 ½ klst. akstur til Salzburg.
Arte hótel 4****, Salzburg https://www.arte-salzburg.at/en/
Dagur 2 - sunnudagur, 18. maí
Salzburg (424 m.y.s.) – Bischofshofen (544 m.y.s.)
Byrjað í miðborg Salzburg og að mestu verður síðan Salzach ánni fylgt inn í töfraheim Alpanna – dagleiðin u.þ.b. 53 km
Harry‘s home, Bischofshofen https://harrys-home.com/bischofshofen/en/
Dagur 3 - mánudagur, 19. maí
Bischofshofen (544 m.y.s.) – Bad Gastein (1.002 m.y.s.)
Eftir að hafa fylgt Salzach í byrjun dags verður farið til vinstri og upp með Schwarzach ánni og með henni upp í Gastein dalinn – dagleiðin u.þ.b. 52 km
Hotel Miramonte https://hotelmiramonte.com/en/homepage
Dagur 4 - þriðjudagur, 20. maí
Bad Gastein (1.002 m.y.s.) / Mallnitz (1.191 m.y.s.) – Spittal an der Drau (560 m.y.s.)
Fljótlega eftir að lagt verður af stað verður farið í lest „Tauernbahn“ til bæjarins Mallnitz. Hann er í Kärnten, einu mikilvægasta ferðaþjónustuhéraði Austurríkis, staðsettu á suðurhlið Alpanna. Frá Mallnitz hjólað til Spittal an der Drau – dagleiðin u.þ.b. 59 km
Hotel Ertl 4****, Spittal an der Drau https://www.hotel-ertl.at/de/
Dagur 5 - miðvikudagur, 21. maí
Spittal an der Drau (560 m.y.s.) – Villach (501 m.y.s.) – Tarvisio (754 m.y.s.)
Lengsta dagleiðin; frá Spittal eftir Drau dalnum til Villach, þaðan til hægri og þvert yfir Gail dalinn og inn í Ítalíu – dagleiðin u.þ.b. 76 km
Hotel Cervo 4****, Tarvisio https://www.hotelilcervo.com/
Dagur 6 - fimmtudagur, 22. maí
Tarvisio (754 m.y.s.) – Vensone (230 m.y.s.)
Fyrsti hlutinn farinn eftir hjólastíg sem lagður var ofaná aflagða lestarleið, í lok dags verður komið út úr Alpa-landslaginu sem einkennt hefur ferðina fram til þessa – Dagleiðin u.þ.b. 61 km
Alma Living hotel 3***s, Venzone https://www.almalivinghotel.com/
Dagur 7 - föstudagur, 23. maí
Venzone (230 m.y.s.) – Udine (113 m.y.s.)
Suður, í átt til sjávar, en hér má ekki gleyma að líta um öxl og sjá tignarleg fjöllin í baksýn! – dagleiðin u.þ.b. 55 km
Hotel Allegria, Udine https://www.hotelallegria.it/hotel/
Dagur 8 - laugardagur, 24. maí
Udine (113 m.y.s.) – Grado (2 m.y.s.)
Nú verður rúllað létt síðustu kílómetrana, lokakaflinn er eftir rennisléttum veginum yfir Grado lónið – dagleiðin u.þ.b. 59 km
Hotel Villa Venezia 4****, Grado https://www.hotelvillavenezia.com/en/
Dagur 9 - sunnudagur, 25. maí
Afslöppun í Grado
Farið á ströndina, kíkt á áhugaverðar byggingar, kannski siglt smávegis á Grado lóninu – tíminn er frjáls!
Dagur 10 - mánudagur, 26. maí
Til Mílanó, Malpensa flugvallar og heim ...
Eld snemma þarf að leggja af stað með rútu vestur eftir sléttum Ítalíu, allt til Malpensa flugvallarins
Innifalið í verði ferðar:
Flug:
Flug og flugvalla-skattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur
17.05.2025: Icelandair, flug FI 532 Keflavík – Muchen, brottför 07:20 lending 13:05
26.05.2025: Icelandair, flug FI 591 Milano (Malpensa) – Keflavík, brottför 15:30 lending 17:45
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
Hjól:
Leiga á góðum rafhjólum
Gisting:
Á góðum hótelum og gistihúsum í takt við áætlun ferðarinnar (sjá dagskrá hér ofar)
Matur:
Hálft fæði +* = morgunverðir alla morgnana - 6 x kvöldverðir - ,,hressingar" á hjólaleiðinni, þó ekki hádegisverðir
Akstur:
Akstur milli flugvalla og hótela í upphafi og lok ferðar
Lestarferð á degi 4
Trúss á farangri milli hótelanna
Ekki innifalið:
Hádegis- og/eða miðdags hressingar | Drykkir með inniföldum kvöldverðum | Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 549.900
Á mann í eins manns herbergi 599.900
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjaldið - kr 100.000 - þarf að greiða strax við pöntun.
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Út og suður 2025 >
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu með kreditkorti - smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra (ef þessi leið er valin fáum við sjálfkrafa sendan póst með staðfestingu á greiðslunni):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=p0nZM19Vk
Með tölvupósti verður kallað eftir lokagreiðslu frá þátttakendum nálægt mánaðarmótum febrúar-mars 2025
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum