VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  10 dagar / 9 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
   3. - 12. september 2024   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 12 / hám. 18   Fararstjórn: Brandur Jón H. Guðjónsson, Robert Ciglar og Zvone Hocevar
  Hálft fæði  

 

UPPSELT :-)

FLOTT RAFHJÓLAFERÐ UM FALLEGT SVÆÐI Í NORÐ-VESTUR HLUTA SLÓVENÍU

Raf-fjallahjólaferð um lítið og afmarkað svæði í norð-vestur hluta Slóveníu, við og í Júlíönsku Ölpunum. Dagskráin er vandlega valin af fararstjórunum til þess að þátttakendur njóti sem best margs af því fallegasta sem þar er að sjá og upplifa:

Skíðasvæðin í Kranjska Gora og Planica; Vrsic skarðið og Rússavegurinn; upptök Sava árinnar (945 km, hún sameinast Dóná við Belgrad); fallegir dalir og Bled og Bohinj vötnin; Pokljuka hásléttan og Vintgar gljúfrið; tignarlegir tindar Júlíönsku Alpanna; og svo allt sem hægt er að sjá og gera í og við Bled – vinsælasta ferðamannastað Slóveníu! Segja má að það sé „póstkortalandslag“ hvert sem litið er!

Í lokin skipt algjörlega um gír; farið í saltnámu í Bæjaralandi og endað á góðum degi í Salzburg.


Smellið á rauða   Nánari upplýsingar   hnappinn hér til hliðar fyrir ferðalýsingu, upplýsingar um verð o.fl.

Verð frá 579.900 kr

Staðfestingargjald 150.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð Nánari upplýsingar
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.