VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT | RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ

HELSTU UPPLÝSINGAR

  10 dagar / 9 nætur   Ferðir til og frá flugvelli
   2. - 11. september 2025   Flug og flugvallaskattar
  Lágm. 12 / hám. 18

  Fararstjórn: Brandur Jón H. Guðjónsson,

  Robert Ciglar og Zvone Hocevar

  Hálft fæði

 

 

FLOTT RAFHJÓLAFERÐ UM FALLEGT SVÆÐI Í NORÐ-VESTUR HLUTA SLÓVENÍU

Raf-fjallahjólaferð um lítið og afmarkað svæði í norð-vestur hluta Slóveníu, við og í Júlíönsku Ölpunum. Dagskráin er vandlega valin af fararstjórunum til þess að þátttakendur njóti sem best margs af því fallegasta sem þar er að sjá og upplifa:

Skíðasvæðin í Kranjska Gora og Planica; Vrsic skarðið og Rússavegurinn; upptök Sava árinnar (945 km, hún sameinast Dóná við Belgrad); fallegir dalir og Bled og Bohinj vötnin; Pokljuka hásléttan og Vintgar gljúfrið; tignarlegir tindar Júlíönsku Alpanna; og svo allt sem hægt er að sjá og gera í og við Bled – vinsælasta ferðamannastað Slóveníu! Segja má að það sé „póstkortalandslag“ hvert sem litið er!

Í lokin skipt algjörlega um gír; farið í saltnámu í Bæjaralandi og endað á góðum degi í Salzburg.

 

Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊

Ferðaráætlun:

Dagur 1 – þriðjudagur – 2. september

Flogið til Munchen – ekið til Slóveníu

Flogið með Icelandair til Munchen og við tekur rútuferð til Kranjska Gora sem er í efri Sava dalnum í Slóveníu - uþb. 390 km / 5 klst.

Fyrstu þrjár nætur ferðarinnar verður dvalið á Triangel Boutique, flottu 4**** hóteli í útjaðri skíðabæjarins fræga.

 

Dagur 2 – miðvikudagur – 3. september

Upptök Sava og Planica dalurinn

Mjór er mikils vísir; upptök Sava árinnar eru á fallegu svæði í samnefndum dal, skammt austan landamæra Slóveníu og Ítalíu. Planica dalurinn gengur þar í suður, inn í Júlíönsku Alpana, þar er flott skíðastökk-svæði sem er notað til æfinga á sumrin og gaman að fylgjast með svífandi ofurhugum.

U.þ.b. 35 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 540m

 

Dagur 3 – fimmtudagur – 4. september

Vršič skarðið

Hjólað um „Rússaveginn“, sem gerður var upp í Vrsic skarðið (1.611 m.y.s.) af rússneskum stríðsföngum í fyrri heimsstyrjöldinni. Rússavegurinn er magnað mannvirki; átakanleg sagan og stórkostleg náttúrufegurðin alltumlykjandi – algjörlega mögnuð dagleið!

U.þ.b. 40 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 900m

 

Dagur 4 – föstudagur – 5. september

Vrata dalurinn og norðurhlið Triglav – til Bled

Byrjað verður á að hjóla inn Vrata dalinn til þess að sjá hamrastálið á norðurhlið Triglav, hæsta fjalls Slóveníu, síðan til baka niðurundir bæinn Mojstrana og þaðan að fjallabaki suðaustur til Bled bæjarins við samnefnt vatn.

Dvalið á Bled Rose, 4**** hóteli í Bled næstu fjórar nætur

U.þ.b. 50 km – hækkun u.þ.b. 640m/lækkun u.þ.b. 890m

 

Dagur 5 – laugardagur – 6. september

Vintgar gljúfrið, Bled og nágrenni ...

Hjólað og gengið um falleg svæði í nágrenni Bled, m.a. hjólað að Vintgar gljúfrinu og síðan gengið eftir því ofan blátærrar árinnar, að mestu á brúm og góðum stígum. Hjólað að Bled kastalanum og einnig umhverfis vatnið.

Hvorki langur dagur né margir kílómetrar, en mjög fjölbreyttur!

Tilvalið að sigla með „pletna“ út í Bled eyjuna seinnipartinn til þess að fullkomna daginn!

 

Dagur 6 – sunnudagur – 7. september

Pokljuka hásléttan

Nú verður farið með rútu (með hjólin) upp í Pokljuka, sem er háslétta uppaf Bled og Bohinj vötnunum og liggur í áttina að Triglav; seljabúskapur, skíðagöngusvæði, skógrækt, dýralíf – og náttúrufegurð!  

U.þ.b. 45 km – hækkun u.þ.b. 700m/lækkun u.þ.b. 1.410m

 

Dagur 7 – mánudagur – 8. september

Bohinj vatnið og Vogel

Nýr hjólastígur milli Bled og Bohinj verður aðalleið dagsins í skoðunarferð um fallegt landslagið milli vatnanna. Svo farið með kláfi upp á Vogel til þess að sjá yfir Bohinj vatnið og næsta nágrenni þess.

U.þ.b. 70 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 740m

 

Dagur 8 – þriðjudagur – 9. september

Salzburg og saltnámur

Eftir morgunverðinn verður farið með rútu í áttina að Salzburg, farið í saltnámuskoðun í nágrenni borgarinnar, og komið seinnipart dags á Arte hótel í Salzburg, gott og vel staðsett 4**** hótel, þar sem dvalið verður síðustu tvær næturnar. 

 

Dagur 9 – miðvikudagur – 10. september

Salzburg

Byrjað á að fara gangandi í skoðunarferð um þessa litlu en snotru borg Mozarts og Söngvaseiðs – og síðan frjáls tími!

Lokamáltíð ferðarinnar á góðum veitingastað í þægilegri göngufjarlægð frá hótelinu.

 

Dagur 10 – fimmtudagur – 11. september

Heim á leið

Farið með lest klukkan 09:00 til Munchen til að vera á flugvellinum á réttum tíma; flugið er kl. 14:05, áætluð lending um kl 16:00

 

Innifalið í verði ferðar:  

 

Flug og flugvalla-skattar                

  2. september: Icelandair FI 532 Keflavík – Munchen, 07:20 lending 13:05

11. september: Icelandair FI 533 Munchen – Keflavík, 14:05 lending 16:00

Taska að hám. 23 kg. og handfarangur hám. 10 kg. innifalin

– Vinsamlegast athugið að flugtímar geta breyst.

               

Gisting 

Samtals 9 nætur; 3 í Kranjska Gora, 4 í Bled og 2 í Salzburg

 

Máltíðir  

Morgunverðir   Innifaldir alla dagana

Kvöldverðir      Innifaldir alla dagana nema í Salzburg 9. september

Lokakvöldmáltíðin í Salzburg; tveir réttir að eigin vali og allir drykkir innifaldir

               

Flutningur          

Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar og lestarferðin frá Salzburg til Munchen í lok ferðar

 

Aðgangseyrir o.þ.h.       

  • um Vintgar gljúfrið
  • í Bled kastalann
  • í kláfinn upp á Vogel
  • sigling með pletna-báti á Bled vatninu
  • í saltnámu við Salzburg

 

Hjólaleiga           

Raf-fjallahjól í 6 daga

 

Fararstjórn        

Brandur Jón Hrannarson Guðjónsson (með hópnum allan tímann) – Robert Ciglar (hjólaferðarstjóri) – Zvone Hocevar (bílstjóri og aðstoðarmaður)

 

Ekki innifalið:    

  • hádegishressingar
  • drykkir með kvöldverðum
  • aðgangur að öðru en upptöldu í „Aðgangseyrir“ hér fyrir ofan
  • kvöldverður í Salzburg 9. september
  • annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“

 

Verð:    

Verð á mann í tveggja manna herbergi Kr. 599.900

Á mann í eins manns herbergi              Kr. 699.900

 

Greiðslur og gjalddagar:              

 

Staðfestingargjald kr. 100.000 á mann þarf að greiða strax við skráningu í ferðina.

Það er gert með því að nota þennan tengil hér fyrir kreditkortagreiðslu (gildir fyrir einn):

https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=yLwWYd4y9

Þessi tengill gildir ef greitt er fyrir tvo:

https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=PozIKuw6p

 

Einnig er í boði að greiða staðfestingargjaldið í gegnum heimabanka:

Kt. 470898-2919 - banki 0328-26-000288 - vinsamlegast athugið að ef þessi leið er valin þá er áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Bled 2025 >

 

Lokagreiðsla:

Greiða þarf eftirstöðvar í síðasta lagi 8-10 vikum fyrir upphafsdag ferðarinnar

Kallað verður eftir henni með tölvupósti til þátttakendanna þegar þar að kemur

Greiðsla á staðfestingargjaldi - sjá texta neðst á þessari síðu

Verð frá 599.900 kr

Staðfestingargjald 100.000 kr

Fjöldi farþega

Senda fyrirspurn um ferð
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ
VRSIC, BLEDVATNIÐ OG FLEIRA FALLEGT  |  RAF-FJALLAHJÓLAFERÐ

Ábendingar:

Lágmarks þátttaka er 12 manns. Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir áskilur sér rétt til að hætta við ferðina ef þátttaka er ekki næg, og mun þá endurgreiða að fullu.

Fjallakofinn-Ævintýraferðir/Ferðaskrifstofan Íslandsvinir hf., fararstjórar hennar og bílstjórar, áskilja sér allan rétt til að breyta áætlunum ferða ef veður, umferð og/eða ástand vega, eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hvert og eitt tekur þátt í ferðinni á eigin ábyrgð!

Sjúkdóma-, slysa- og forfallatryggingar eru ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar. Í flestum tilfellum eru slíkar tryggingar innifaldar í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutryggingum og er viðskiptavinum bent á nauðsyn þess að hafa samband við banka sinn eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.

Krafa er gerð um að þátttakendur séu í líkamlegu og andlegu standi til þess að taka þátt í dagskrá ferðarinnar og ferðaskrifstofan áskilur sér og fararstjórum allan rétt til þess að vísa þátttakendum sem ekki uppfylla þessi skilyrði úr ferðinni og er viðkomandi þar með búinn að fyrirgera rétti sínum til notkunar á þjónustu þeirri sem ferðin er byggð á og án þess að til greiðslu kostnaðar eða endurgreiðslu komi af hálfu ferðaskrifstofunnar.

Fjallakofinn Ævintýraferðir/Íslandsvinir eru með skilmála sem unnið er eftir varðandi ferð sem þessa og lesa má um hér.