FLOTT RAFHJÓLAFERÐ UM FALLEGT SVÆÐI Í NORÐ-VESTUR HLUTA SLÓVENÍU
Raf-fjallahjólaferð um lítið og afmarkað svæði í norð-vestur hluta Slóveníu, við og í Júlíönsku Ölpunum. Dagskráin er vandlega valin af fararstjórunum til þess að þátttakendur njóti sem best margs af því fallegasta sem þar er að sjá og upplifa:
Skíðasvæðin í Kranjska Gora og Planica; Vrsic skarðið og Rússavegurinn; upptök Sava árinnar (945 km, hún sameinast Dóná við Belgrad); fallegir dalir og Bled og Bohinj vötnin; Pokljuka hásléttan og Vintgar gljúfrið; tignarlegir tindar Júlíönsku Alpanna; og svo allt sem hægt er að sjá og gera í og við Bled – vinsælasta ferðamannastað Slóveníu! Segja má að það sé „póstkortalandslag“ hvert sem litið er!
Í lokin skipt algjörlega um gír; farið í saltnámu í Bæjaralandi og endað á góðum degi í Salzburg.
Algjör hjálmaskylda er í öllum okkar hjólaferðum 😊
Ferðaráætlun:
Dagur 1 – þriðjudagur – 2. september
Flogið til Munchen – ekið til Slóveníu
Flogið með Icelandair til Munchen og við tekur rútuferð til Kranjska Gora sem er í efri Sava dalnum í Slóveníu - uþb. 390 km / 5 klst.
Fyrstu þrjár nætur ferðarinnar verður dvalið á Triangel Boutique, flottu 4**** hóteli í útjaðri skíðabæjarins fræga.
Dagur 2 – miðvikudagur – 3. september
Upptök Sava og Planica dalurinn
Mjór er mikils vísir; upptök Sava árinnar eru á fallegu svæði í samnefndum dal, skammt austan landamæra Slóveníu og Ítalíu. Planica dalurinn gengur þar í suður, inn í Júlíönsku Alpana, þar er flott skíðastökk-svæði sem er notað til æfinga á sumrin og gaman að fylgjast með svífandi ofurhugum.
U.þ.b. 35 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 540m
Dagur 3 – fimmtudagur – 4. september
Vršič skarðið
Hjólað um „Rússaveginn“, sem gerður var upp í Vrsic skarðið (1.611 m.y.s.) af rússneskum stríðsföngum í fyrri heimsstyrjöldinni. Rússavegurinn er magnað mannvirki; átakanleg sagan og stórkostleg náttúrufegurðin alltumlykjandi – algjörlega mögnuð dagleið!
U.þ.b. 40 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 900m
Dagur 4 – föstudagur – 5. september
Vrata dalurinn og norðurhlið Triglav – til Bled
Byrjað verður á að hjóla inn Vrata dalinn til þess að sjá hamrastálið á norðurhlið Triglav, hæsta fjalls Slóveníu, síðan til baka niðurundir bæinn Mojstrana og þaðan að fjallabaki suðaustur til Bled bæjarins við samnefnt vatn.
Dvalið á Bled Rose, 4**** hóteli í Bled næstu fjórar nætur
U.þ.b. 50 km – hækkun u.þ.b. 640m/lækkun u.þ.b. 890m
Dagur 5 – laugardagur – 6. september
Vintgar gljúfrið, Bled og nágrenni ...
Hjólað og gengið um falleg svæði í nágrenni Bled, m.a. hjólað að Vintgar gljúfrinu og síðan gengið eftir því ofan blátærrar árinnar, að mestu á brúm og góðum stígum. Hjólað að Bled kastalanum og einnig umhverfis vatnið.
Hvorki langur dagur né margir kílómetrar, en mjög fjölbreyttur!
Tilvalið að sigla með „pletna“ út í Bled eyjuna seinnipartinn til þess að fullkomna daginn!
Dagur 6 – sunnudagur – 7. september
Pokljuka hásléttan
Nú verður farið með rútu (með hjólin) upp í Pokljuka, sem er háslétta uppaf Bled og Bohinj vötnunum og liggur í áttina að Triglav; seljabúskapur, skíðagöngusvæði, skógrækt, dýralíf – og náttúrufegurð!
U.þ.b. 45 km – hækkun u.þ.b. 700m/lækkun u.þ.b. 1.410m
Dagur 7 – mánudagur – 8. september
Bohinj vatnið og Vogel
Nýr hjólastígur milli Bled og Bohinj verður aðalleið dagsins í skoðunarferð um fallegt landslagið milli vatnanna. Svo farið með kláfi upp á Vogel til þess að sjá yfir Bohinj vatnið og næsta nágrenni þess.
U.þ.b. 70 km – hækkun/lækkun u.þ.b. 740m
Dagur 8 – þriðjudagur – 9. september
Salzburg og saltnámur
Eftir morgunverðinn verður farið með rútu í áttina að Salzburg, farið í saltnámuskoðun í nágrenni borgarinnar, og komið seinnipart dags á Arte hótel í Salzburg, gott og vel staðsett 4**** hótel, þar sem dvalið verður síðustu tvær næturnar.
Dagur 9 – miðvikudagur – 10. september
Salzburg
Byrjað á að fara gangandi í skoðunarferð um þessa litlu en snotru borg Mozarts og Söngvaseiðs – og síðan frjáls tími!
Lokamáltíð ferðarinnar á góðum veitingastað í þægilegri göngufjarlægð frá hótelinu.
Dagur 10 – fimmtudagur – 11. september
Heim á leið
Farið með lest klukkan 09:00 til Munchen til að vera á flugvellinum á réttum tíma; flugið er kl. 14:05, áætluð lending um kl 16:00
Innifalið í verði ferðar:
Flug og flugvalla-skattar
2. september: Icelandair FI 532 Keflavík – Munchen, 07:20 lending 13:05
11. september: Icelandair FI 533 Munchen – Keflavík, 14:05 lending 16:00
Taska að hám. 23 kg. og handfarangur hám. 10 kg. innifalin
– Vinsamlegast athugið að flugtímar geta breyst.
Gisting
Samtals 9 nætur; 3 í Kranjska Gora, 4 í Bled og 2 í Salzburg
Máltíðir
Morgunverðir Innifaldir alla dagana
Kvöldverðir Innifaldir alla dagana nema í Salzburg 9. september
Lokakvöldmáltíðin í Salzburg; tveir réttir að eigin vali og allir drykkir innifaldir
Flutningur
Allur akstur samkvæmt áætlun ferðarinnar og lestarferðin frá Salzburg til Munchen í lok ferðar
Aðgangseyrir o.þ.h.
- um Vintgar gljúfrið
- í Bled kastalann
- í kláfinn upp á Vogel
- sigling með pletna-báti á Bled vatninu
- í saltnámu við Salzburg
Hjólaleiga
Raf-fjallahjól í 6 daga
Fararstjórn
Brandur Jón Hrannarson Guðjónsson (með hópnum allan tímann) – Robert Ciglar (hjólaferðarstjóri) – Zvone Hocevar (bílstjóri og aðstoðarmaður)
Ekki innifalið:
- hádegishressingar
- drykkir með kvöldverðum
- aðgangur að öðru en upptöldu í „Aðgangseyrir“ hér fyrir ofan
- kvöldverður í Salzburg 9. september
- annað það sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi Kr. 599.900
Á mann í eins manns herbergi Kr. 699.900
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjald kr. 100.000 á mann þarf að greiða strax við skráningu í ferðina.
Það er gert með því að nota þennan tengil hér fyrir kreditkortagreiðslu (gildir fyrir einn):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=yLwWYd4y9
Þessi tengill gildir ef greitt er fyrir tvo:
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=PozIKuw6p
Einnig er í boði að greiða staðfestingargjaldið í gegnum heimabanka:
Kt. 470898-2919 - banki 0328-26-000288 - vinsamlegast athugið að ef þessi leið er valin þá er áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Bled 2025 >
Lokagreiðsla:
Greiða þarf eftirstöðvar í síðasta lagi 8-10 vikum fyrir upphafsdag ferðarinnar
Kallað verður eftir henni með tölvupósti til þátttakendanna þegar þar að kemur