SKÍÐAFERÐ TIL LUNGAU #1 - LYFTUPASSI INNIFALINN!
HELSTU UPPLÝSINGAR
|
8 dagar / 7 nætur |
|
Ferðir til og frá flugvelli |
|
25. 1. - 1. 2. 2025 |
|
Flug og flugvallaskattar |
|
Hámark 30 |
|
Fararstjóri: Guðmundur Gunnlaugsson |
|
3/4 fæði* |
|
|
UPPSELT!
MJÖG GOTT ,,SKI IN/SKI OUT" HÓTEL, LYFTAN OG APRÉS SKI BAR Í BAKGARÐINUM, STÓR OG FLOTT SKÍÐASVÆÐI ALLT Í KRING - 2 DAGAR Í OBERTAUERN!
Guðmundur fararstjóri segir: ,,Bærinn St. Margarethen er á besta stað í Lungau dalnum - þetta get ég fullyrt því ég hef búið í fjórum mismundandi bæjum á svæðinu!"
Skíðasvæðin í Lungau eru mörg, lyftur með hátt í 320 km af troðnum skíðabrekkum og þar eru allt upp í 6 km langar brekkur. Brekkan í St. Margarethen er kölluð A1 og var valin brekka ársins í Austurríki 2012. Nýr veitingastaður í fjallinu er glæsilegur og mjög góður matur.
Einnig er hægt að skíða yfir til Katschberg og er sú leið mjög skemmtileg.
Frábær APRÈS-SKI bar er við hótelið og gott að enda þar í dagslok.
Möguleikarnir eru margir og verður m.a. farið í tvígang upp til Obertauern og er sér rúta fyrir hópinn sem skutlar og sækir, þá er sem dæmi Tauernrunde, sem er skemmtileg skíðaleið upp í Obertauern og tekur 2-4 tíma að fara þann skíða hring.
Á öllum skíðasvæðunum eiga allir að finna brekkur við sitt hæfi.
Lágmarks fjöldi 20 manns, hámark 30.
Hótelið:
Gist verður á Hotel Grizzly í St. Margarethen im Lungau, sem er 4 stjörnu „ski in/ski out” hótel, þekkt fyrir góða þjónustu, og er með flottu sána og sundlaug.
Alla morgna er boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð þar sem hægt er að næra sig vel áður en haldið er í brekkurnar. Einnig er boðið upp á hressingu í lok skíðadags. Kvöldmaturinn er fjölbreyttur og salathlaðborð og súpa með öllum aðalréttum.
Eftir skíðadag er hægt að skella sér í sauna/sund og láta líða úr sér.
Á Hotel Grizzly er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Skíðalyfta er rétt við hótelið og þar við er einnig frábær APRÈS-SKI bar.
Innifalið í verði ferðar:
Flug:
Flug og flugvallaskattar, 23 kg taska og 10 kg handfarangur
25.01.2025: Icelandair, flug FI 574 Keflavík – Salzburg, brottför 08:00 lending 12:50
01.02.2025: Icelandair, flug FI 575 Salzburg – Keflavík, brottför 14:00 lending 17:25
Vinsaml. athugið að flugtímar geta breyst.
(Aukagjald fyrir skíðapoka kr. 13.800 ef bókað í gegn hjá okkur er ekki innifalið)
Gisting:
Hótel Grizzly 4**** í Lungau
Matur:
¾ fæði* á hótel Grizzly = morgunverðir – síðdegishressingar – kvöldverðir
Akstur:
Akstur milli flugvallar og hótels í upphafi og lok ferðar
Dagsferðir í tvígang til Obertauern
Annað:
Skíðapassar á öll svæðin í nágrenninu innifaldir!
Ekki innifalið:
Hádegis hressingar | Drykkir með kvöldverðum | Aukagjald fyrir skíðapoka í fluginu, samtals kr. 13.800 fyrir báðar leiðir ef bókað í gegn hjá okkur | Annað sem ekki er talið upp í „innifalið“
Verð:
Verð á mann í tveggja manna herbergi 339.900
Á mann í eins manns herbergi 369.900
Greiðslur og gjalddagar:
Staðfestingargjaldið, kr. 75.000 þarf að greiða strax við pöntun. Það er óafturkræft ef þátttakandi hættir við.
Hægt er að velja um tvær leiðir við greiðslu þess:
1) Í gegnum heimabanka: Kt. 470898-2919 (Íslandsvinir hf.) banki 0328-26-000288 - ath að áríðandi er að láta kerfið senda staðfestingu á greiðslunni á netfangið ferdir@fjallakofinn.is með skýringunni < Lungau 2025 >
2) Greiðslutengill fyrir greiðslu staðfestingargjalds með kreditkorti (smellið á hlekkinn hér fyrir neðan eða takið afrit og límið á vafra):
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=TkBS4QPCe
Eftirstöðvar þarf að greiða í síðasta lagi fimmtudaginn 5. desember - haft verður samband við þátttakendur með tölvupósti vegna innheimtu lokagreiðslunnar seinnipartinn í nóvember.
Skráning hér á síðunni eða með því að senda tölvupóst á ferdir@fjallakofinn.is
Farþegar í ferðum Fjallakofans-Ævintýraferða / Íslandsvina hf. fá sérkjör í Fjallakofanum
Verð hjá Icelandair fyrir skíðatöskur veturinn 2024-2025:
„Skíðataska um leið og miði er gefin út kostar 13.800 eftir útgáfu miða 16.800 og á vellinum 21.800“